Egglos en neikvætt

26.01.2019

Hæhæ! Ég leitaði til kvennsjukdomalæknis fyrir að verða 2 vikum. Hún tók almenna skoðun og sagði að ég hefði verið með egglos fyrir stuttu á þeim tíma. Hún tjáði mér að ég væri örugglega að byrja á blæðingum næstu vikuna og ef það myndi ekki byrja að þá ætti ég væntanlega að taka þungunarpróf. Nú eru að verða 2vikur eftir 2 daga og ég ekki ennþá byrjuð á túr en samt fæ ég bara neikvæð próf?

Heil og sæl, nú er best að bíða róleg og sjá til. Ef engar blæðingar byrja á næstu dögum skaltu endurtaka þungunarpróf eftir viku - 10 daga. Ef það er neikvætt getur þú hitt lækninn aftur eða séð til í einn tíðahring hvort blæðingarnar lagist ekki af sjálfu sér án þess að nokkuð sé að gert. Gangi þér vel.