Hreiðurblæðing og magnýl

28.01.2019

Góðan dag. Ég er að taka hjartamagnýl til að hjálpa mér að verða ólétt. Ég er á degi 23 í tíðarhringnum og ég held að ég sé að fá þessa hreiðurblæðingu, (fékk það ekki með 2 síðustu meðgöngur) það blæðir mikið getur það verið því blóðið er þynnra? Kær kveðja.

Heil og sæl, ef þú ert á 23 degi tíðahrings þá held ég að þú sért að byrja á blæðingum, þær eru kannski fyrr á ferðinni en venjulega. Þegar er hreiðurblæðing þá er það venjulega lítil blæðing þegar næstu blæðingar eftir að þungun er staðfest hefði átt að vera. Gangi þér vel.