Spurt og svarað

30. janúar 2019

Keiluakurður stuttu eftir fæðingu og brjóstagjöf

Í byrjun meðgöngu greindist ég með 4.stigs frumubreytingar og þarf því að fara í keiluskurð 6-8 vikum eftir fæðingu. Nú fer að líða að fæðingu og ég er farin að velta ýmsu fyrir mér. Ég vill hafa barnið á brjósti, hefur aðgerðin, svæfingin og bataferlið eftir aðgerð einhver áhrif á brjóstagjöfina? Eftir aðferðina verð ég með 2 börn á heimilinu, virkan 4 ára dreng og ungabarn, þarf ég að gera ráð fyrir að hafa einhvern hjá mér fyrst um sinn eftir aðgerð til að aðstoða á heimilinu og ef svo hvað lengi? Takk annars fyrir frábæran vef með endalausum fróðleik. Hef heimsótt þessa síðu reglulega seinustu 5 árin

Heil og sæl, þú getur alveg gefið brjóst en þarft líklega að gera einhverjar aðrar ráðstafanir daginn sem þú ferð í aðgerðina. Það er einstaklingsbundið hve lengi konur eru að ná sér eftir aðgerð en yfirleitt gengur allt vel. Það er alltaf gott að hafa einhvern til stuðnings fyrst eftir aðgerðina þó að oftast séu konur hressar. Svo fer það svolítið eftir barninu þínu, kannski eignast þú mjög rólegt og meðfærilegt barn en svo getur barnið þurft talsverða umönnun. Gangi þér vel. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.