Keiluakurður stuttu eftir fæðingu og brjóstagjöf

30.01.2019

Í byrjun meðgöngu greindist ég með 4.stigs frumubreytingar og þarf því að fara í keiluskurð 6-8 vikum eftir fæðingu. Nú fer að líða að fæðingu og ég er farin að velta ýmsu fyrir mér. Ég vill hafa barnið á brjósti, hefur aðgerðin, svæfingin og bataferlið eftir aðgerð einhver áhrif á brjóstagjöfina? Eftir aðferðina verð ég með 2 börn á heimilinu, virkan 4 ára dreng og ungabarn, þarf ég að gera ráð fyrir að hafa einhvern hjá mér fyrst um sinn eftir aðgerð til að aðstoða á heimilinu og ef svo hvað lengi? Takk annars fyrir frábæran vef með endalausum fróðleik. Hef heimsótt þessa síðu reglulega seinustu 5 árin

Heil og sæl, þú getur alveg gefið brjóst en þarft líklega að gera einhverjar aðrar ráðstafanir daginn sem þú ferð í aðgerðina. Það er einstaklingsbundið hve lengi konur eru að ná sér eftir aðgerð en yfirleitt gengur allt vel. Það er alltaf gott að hafa einhvern til stuðnings fyrst eftir aðgerðina þó að oftast séu konur hressar. Svo fer það svolítið eftir barninu þínu, kannski eignast þú mjög rólegt og meðfærilegt barn en svo getur barnið þurft talsverða umönnun. Gangi þér vel.