Spurt og svarað

31. janúar 2019

Svefnrútína ungabarna

Sæl ég á 9 vikna dreng sem er að vakna á 2. Tíma fresti á næturnar (innan þeirra tima er hann að drekka og koma ser í svefn þannig eg næ i mesta lagi 1-1,5 klst svefn a milli gjafa) Ég hef heyrt að hægt sé að reyna mynda svefnrútínunum 3 mánaða, er þá hægt að minnka næturgjafirnar lika? Semsagt að reyna láta hann sofa i 6-8 klst án þess að drekka? Hann þyngist vel, er aðeins á brjósti og er vær en er að gera móður sína klikkaða með þessu svefnrofi! Eg finn líka að ég er farin að kvíða nætunum og hef alltof miklar áhyggjur um það hversu lítinn svefn eg muni fa...

Sæl og blessuð, jú það er hægt að reyna að setja rútínu á 3-4 mánaða. Stundum gengur það vel og stundum ekki. En það er rétt að um það leyti ef að barnið hefur þyngst vel og er orðið um 6 kg. þá á það að þola lengri tíma milli gjafa. Þú skalt því miða að því að reyna að koma á rútínu. Ræddu málið í ungbarnaverndinni og sjáðu hvaða ráð þær hafa, þær hafa skoðað barnið og metið hann. Gangi ykkur vel. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.