Mögulega ófrísk

03.02.2019

Hæhæ takk fyrir frábæra síðu. Langaði að spurja ykkur að einu. Nú á eg 2 börn og höfum við maðurinn verið að leggja drög að 3 barninu eða allavega ekkert að passa okkur. Höfum sofið hjá í kringum egglos tímabil en er búin að taka 2 próf sem eru neikvæð og fara á blæðingar. Nú er eg hinsvegar sein og átti að byrja fyrir 2 dögum. Hinsvegar er eg búin að finna fyrir sérstaklega í dag fyrir hnoðum og svona einsog loftbólum mjög likt og þegar eg var ólett af hinum krílunum mínum. Spurning min er getur maður orðið eða verið ólettur þratt fyrir blæðingar og neikvæð próf?

Heil og sæl, nei það er afar ólíklegt og nánast óhugsandi að ef þú ert bæði með blæðingar og neikvætt próf að þú sért ófrísk, ekki nema að það hafi gerst núna í þessum tíðahring og þá værir þú ekki farin að finna nein einkenni. Gangi þér vel.