Microblading á augabrúnum

03.02.2019

Sæl verið þið, Mig langar að forvitnast með micriblading á augabrúnum á meðgöngu. Ég er gengin 30 vikur og langar voðalega að láta flikka upp á augabrúnirnar með microblading. Er eitthvað sem mælir gegn því?

Heil og sæl, ég finn ekkert sem mælir gegn þvi en þó finn ég hvergi upplýsingar um litarefnið sem er notað. Ég get því ekki mælt með því að það sé í lagi að fara í microblading þar sem nægar upplýsingar liggja ekki fyrir frá framleiðandi efnisins. Gangi þér vel.