Sviði við samfarir

21.11.2011

Sæl.

Ég er komin um 19 vikur á leið og mig svíður í leggöngin þegar ég hef samfarir. Ég er ekki þurr, það er engin óeðlileg útferð og mig svíður ekki nema í samförum. Er þetta einhvað sem er eðlilegt eða eru til ráð við þessu. Afskaplega leiðinlegt að geta ekki haft samfarir þegar maður vill það út af sviða.


Sæl!

Verð að viðurkenna að ég veit ekki hvað getur verið að ef allt er eðlilegt nema þetta.  Það er mögulegt að þetta stafi af hormónabreytingum en venjulega er þá um þurrk að ræða samhliða.  Þú gætir reynt að ræða þetta við fæðinga og kvensjúkdómalækni ef þetta lagast ekki.

Kveðja,

Rannveig Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
21. nóvember 2011.