Verkir

05.02.2019

Góðan dag og takk fyrir frábæran vef Í gær byrjaði ég að finna fyrir skrýtnum verk vinstramegin yfir leginu sem leiddi niður í nára. Hann kemur þegar ég hef setið lengi og fer að labba, þegar ég labba er svolítið eins og ég sé að braka í einhverju eða eitthvað í þá áttina. Svo finnst mér ég farin að finna fyrir einhverjum titringshreyfingum hjá fóstrinu, get ekki alveg útskýrt - finn bæði spörk en stundum titring - hvað gæti það verið? Mbk

Heil og sæl, það er erfitt að vita hvað þetta er með vissu án þess að skoða þig. Þetta hljómar hins vegar mjög sakleysislega. Ef þú hefur áhyggjur af þessu þá getur þú hringt í ljósmóðurina þína í meðgönguverndinni og rætt málið við hana. Gangi þér vel.