Að reyna

05.02.2019

Hæhæ Ég og maðurinn minn erum búin að reyna að verða þungun í ágætan tíma núna án árangurs. Hver mánuður sem Rósa frænka mætir eru vonbrigði eftir vonbrigði Ég tek inn fólinsýru á hverjum degi, reyki ekki, drekk ekki, hreyfi mig 4x í viku og borða hollan og heilsusamlegan mat. Ég fylgist með tíðarhringnum mínum og er dugleg að fylgjast með hvenær egglos tímabilið er. Er eitthvað sem hægt er að taka inn? Eitthvað sem hægt er að gera frekar til að auka líkur á þungun? Takk fyrir góðan vef.

Heil og sæl, það er frekar óljóst hvað þú átt við með ágætan tíma. Ef þið eruð búin að reyna í meira en ár er ef til vill kominn tími til að ræða málið við kvensjúkdómalækni. Mér heyrist þú gera allt sem hægt er að gera. Reglulegt kynlíf er auðvitað nauðsynlegt ásamt  góðum lífsstíl til að auka líkur á þungun. Maðurinn þinn þarf líka að stunda hollan lífsstíl eins og þú og þar að auki hefur verið talað um að heit böð/pottar og gufuböð dragi úr fjöri sæðis. Svo að ef hann er mikið fyrir heita potta eða gufu væri reynandi að draga úr því. Gangi ykkur vel.