Svör úr sykurþolsprófi

04.05.2009

Sælar og takk fyrir þennan frábæra vef.  

Í morgun fór ég í sykurþolspróf og fékk ég þessar niðurstöður 3,9(4-6) 7,7(10) 5,6(10) 7,7(7,5) 6,2(6,4), miðað við þetta þá var ég allsstaðar undir mörkum nema þegar 1,5 t var liðinn en þá var ég aðeins yfir, hvað segir þetta mér? Hjúkkan( er ekki hjá ljósmóður því hún er ekki til staðar í mínum bæ) vissi ekki alveg hvað þetta þýddi en hún ætlaði að spyrja ljósu, en ég á ekki tíma í skoðun næst fyrr en eftir 2 vikur, getið þið sagt mér hvað þetta þýðir.

Kær kveðja Stuðbolti og verðandi mamma


Komdu sæl

Ég á svolítið erfitt með að átta mig á öllum þessum tölum hjá þér.  Venjulega er tekinn blóðprufa þegar þú ert fastandi og svo eftir 60 mínútur og aftur eftir 120 mínútur.  Eðlileg mörk fastandi eru 3 - 6,4.  Eftir 60 mínútur eru eðlileg mörk undir 10 og eftir 120 mín eru eðlileg mörk undir 7,8. 

Vona að þetta svari einhverju, kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
4. maí 2009.