4. vikna og alltaf grænn kùkur

17.02.2019

Sælar kæru ljòsmæður! Nù er dòttir mìn 4. vikna og hefur eingöngu verið à brjòsti frà fæðingu. Eftir að svarti kùkurinn hætti varð hann gulur ì örfà skipti en hefur svo verið vatnskenndur og grænn (eins og grænar tæjur) allar götur sìðan. Þegar hùn var vigtuð sìðast (um 3. vikns) var hùn að þyngjast vel, hùn stækkar, drekkur vel, pissar vel og kùkar oft à dag. Er oftast vær og sefur vel en samt er ég að hafa svo miklar àhyggjur af þessum græna kùl....getur verið eðlilegt að börn kùki bara grænu eða ætti ég að làta kìkja à hana?

Heil og sæl, það er mjög gott merki að hún þyngist vel og dafnar. Hún fer að fara í 6 vikna skoðun og þú skalt ræða málið þar við ungbarnaverndina ef ekkert hefur breyst. Það gæti verið gott fyrir þig að fara með eina kúkableiu með þér og sýna. Gangi ykkur vel.