Blæðingar eftir barnsburð

19.02.2019

Daginn! Núna er dóttir min að detta i 6 manaða og blæðingarnar hja mér ennþá i rugli, eg fór t.d i desember 3 á blæðingar og allt i 3-4 daga i senn, i januar fór eg 1x í 5 daga og nuna i februar er eg að byrja i 2x og siðustu blæðingar voru bleikar og túrverki með en núna brúnt og engir verkir. Aður en eg varð ólett þá var ef aldrei regluleg, en eg gat þa sleppt heilum manuði. En aldrei verið svona þannig að eg er alltaf a blæðingum. Er þetta eðlilegt?

Heil og sæl, þetta er það mikil óregla að ég ráðlegg þér að ræða málið við kvensjúkdómalækni. Reyndar er ekki óalgengt að það taki einhvern tíma að komst í fyrra form en þetta er kannski fullmikið af því góða. Gangi þér vel.