Spurt og svarað

19. febrúar 2019

Mislingar og ferðalög

Góðan dag, nú er ég á leið til Frakklands í júlí með dóttur mína sem verður þá rétt rúmlega 5 mánaða. Vegna vaxandi frétta af mislingatilfellum víða um heim hef ég miklar áhyggjur af smitunarhættu hennar á t.d. flugvellinum og í flugvélinni. Því spyr ég, er hægt að bólusetja börn fyrr við mislingum en 18 mánaða? Mun mótefnið sem hún fékk frá mér (ég er bólusett) duga fyrir hana þegar hún er orðin þetta gömul? Takk fyrir.

Heil og sæl, ég ráðlegg þér að athuga í ungbarnaverndinni hvort hægt er að bólusetja fyrr við mislingum. Ég veit að það hefur verið gert við 12 mánaða í sérstökum tilfellum. Það er hæpið að treysta á mótefni frá þér. Gangi ykkur vel. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.