Málningarvinna með nýbura á heimilinu

19.02.2019

Góðan dag, nú búum við í gamalli íbúð með u.þ.b. mánaðargamalli dóttur okkar. Kærastinn minn réðst á dögunum í smá framkvæmdir í einu herberginu hér, þ.m.t. að pússa og mála gluggakistu. Ég fór að hafa áhyggjur af því að blý gæti leynst í málningunni sem hann væri að pússa og barnið gæti verið að anda því að sér í formi ryks, en ég las að slíkt gæti verið mjög skaðlegt. Vitiði eitthvað um blýnotkun í málningu hérlendis? Er almennt mjög varhugavert að vera að mála og slíkt þegar nýburi er á heimilinu?

Heil og sæl, nei við erum ekki alveg með á hreinu hvaða innihaldefni eru í málningu enda fer það sjálfssagt eftir hvaða málningu er um að ræða. Lífið heldur áfram eftir að barn fæðist og ef þarf  að sinna viðhaldi þá gerið þið það. Það er samt ágætt að loka inn í það herbergi sem verið er að mála og vera með barnið annarsstaðar í íbúðinni og svo að loft vel út ef lykt er sterk. Einnig má hugsa sér ef aðstæður eru þannig að fara með barnið í heimsókn annað meðan verið er að lofta út. Gangi ykkur vel.