pcos eða ólétt?

24.02.2019

Góðan daginn. Ég er búin að vera reyna núna í 2 ár,er með pcos og hef verið á metaformin núna í 4 mánuði og blæðingarnar eru komnar alveg í reglu. Hringurinn minn er núna allt frá svona 32 dögum upp í 39 daga. Það sem mig vantar að vita er hvort þetta gæti verið hreiðurblæing eða bara venjulegar blæðingar..en málið er að ég helt ég hefði verið með egglos um 7. feb en tók ekki egglos próf þá en var með mikla hvíta útferð,en ákvað að taka egglos próf áfram og fæ alltaf neikvætt þar til 14. feb þá komu tvær jafn dökkar línur svo ég var viss um að þá væri egglos, en núna 20 feb þá byrjar að blæða smá og er bæði brúnt og rautt en engan veginn líkt mínum eðlilegu blæðingum ég hef alltaf verið á miklum blæðingum og með miklum túrverkjum og verki í brjóstum i alveg viku áður en ég byrja á túr en þessar eru allt öðruvísi eru mjöög litlar og ég hélt kannski að ég væri bara enn að byrja á blæðingum en núna 3 dögum eftir að ég byrja þá er þetta alveg hætt. Ég tók þungunarpróf í gærkvöldi og það var neikvætt. Er hægt að fá blæðingar strax eftir egglos? eða getur verið að þetta séu hreiðurblæðingar? er búin að vera hjá kvennsa en er að vonast til að þetta gerist bara að sjálfu sér þar sem næsta skref er að fara í livio

Heil og sæl, ef þungunarpróf er neikvætt er ólíklegt að þú sért ófrísk. Ef engar eðlilegar blæðingar láta sjá sig þá getur þú endurtekið þungunarpróf eftir viku - 10 daga. Gangi þér vel.