Spurt og svarað

24. febrúar 2019

Blæðing eftir fósturlát

Komiði sæl, þann 24.janúar fór èg í snemmsónar of ekki fannst hjartsláttur. Daginn eftir fór èg à kvennadeild í skoðun og var èg beðin að bíða í 12 daga og athuga hvort það myndi ekki skila sér að sjálfu sèr. Þann 29.janúar byrjaði að blæða og var það eins og fyrstu dagarnir à túr S.s àgætlega miklar blæðingar. Þann 4.februar fór mér að blæða mörg mikið og eftir 4 tíma af gríðarlegum blæðingum (fyllti dömubindi à 2 mínütum) og miklir kögglar með fór èg uppa kvennadeild í skoðun því talið væri að èg væri búin að missa of mikið blóð á stuttum tíma. Í skoðuninni var blóðþrýstingur fínn en èg mjög föl, virtist nánast allt vera búið að hreinsast nema smà eftir í leggöngum en sèrfræðingurinn taldi ekki þörf að ná í það og það ætti að skila sèr. En núna er 24.febrúar og það er enn að blæða. Mismikið milli daga, stundum kemur ekkert allan daginn en svo kemur lîtil sprengja, stundum kemur eins og “bremsufar” af blóði en það er samt alltaf eitthvað. Það,er ekkert rosa vond lykt en það er smà öðruvísi lykt. Það sem èg spyr að er að er þetta eðlilega löng blæðing? Èg er orðin mjög þreytt og andlega búin á þessu.

Heil og sæl, ég ráðlegg þér að leita til kvensjúkdómalæknis. Sérstaklega ef lyktin er skrýtin. Gangi þér vel. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.