Milliblæðingar

25.02.2019

Hæhæ Svo er mal með vexti að ég stundaði kynlíf MEÐ smokk fyrir 3 vikum síðan. Byrjaði svo á túr sem stoð yfir í 6 daga þann 4 febrúar og svo núna fyrir 3 dögum byrjaði að blæða smá og stendur ennþá yfir núna, en þetta er brúnt blóð ( ekki ferskt) og ég er mjög lystarlaus. P.s ég er ekki á pilluni. Ég er mjög hrædd um að ég se ólétt en hljomar það nokkuð líklegt?

Heil og sæl, nei það hljómar alls ekki líklegt og eiginlega bara ómögulegt. Þannig að þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því. Gangi þér vel.