Spurt og svarað

25. febrúar 2019

Blæðingar og brjóstagjöf

Sæl, Ég á 14 vikna gamla dóttur sem er einungis á brjósti. Ég byrjaði mjög snemma á blæðingum eftir að eg átti hana og hef nú farið 3x viku í senn á mjög miklar en óreglulegar blæðingar Brjóstagjöfin hefur gengið mjög vel en í þau skipti sem ég hef farið á blæðingar hefur gengið mjög illa. Við fyrstu blæðingar (6.vika) var eins og framleiðslan minnkaði verulega því hún varð mjög pirruð þegar eg lagði hana á brjóst, það hætti að leka úr þeim eins og vanalega og þau urðu litil og lin. Í annað skiptið (8.vika) var næg mjólkurframleiðsla en um leið og ég lagði hana á brjóstið og hún byrjaði að drekka varð hún reið og ýtti brjóstinu frá þannig ég þurfti alltaf að leggja hana á brjóstið þegar hún var hálf sofandi eða sofandi. Eftir að blæðingarnar hættu lagaðist ástandið og það hefur gengið mjög sl 5-6 vikur. Fyrir nokkrum dögum byrjaði ég í 3ja skiptið og mjólkurframleiðslan er aftur búin að minnka og hún pirruð í hvert skipti sem ég legg hana á brjóst. Ég hef ekki verið að gefa henni pela þegar þetta er svona heldur reyni ég að leggja hana oft á brjóst og pumpa inn á milli en þetta tekur mikið á okkur báðar. Er það þekkt að blæðingar geti haft neikvæð áhrif á brjóstagjöf, þ.e minnkar framleiðslan og er möguleiki á að samsetning og bragð mjólkurinnar breytist? Er eitthvað sem ég get gert? Ég er ekki á brjóstapillunni og langar helst ekki að fara á hana en spurning hvort það sé betra ef blæðingarnar eru að hafa þessi áhrif á brjóstagjöfina? Bestu kveðjur.

Heil og sæl, blæðingar geta haft áhrif á brjóstagjöfina. Sjá hér Gangi þér vel.  

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.