Tannaðgerð á meðgöngu

01.03.2019

Langar að þakka fyrir góðan vef! En þannig er mál með vexti að ég er að fara í mjög stóra tannaðgerð á næstu vikum og ég var að komast að því að ég er ófrísk. Er það hættulegt fyrir barnið? Veit að ég fæ sýklalyf og bólgueyðandi eftir aðgerðina. En ég held að ég verði staðdeifð. Verð gengin max 12 vikur þegar þetta verður yfirstaðið. Get eiginlega ekki frestað þessari aðgerð því ég er búin að vera svo kvalin ì tönnunum. Með fyrir fram þökk

Heil og sæl, þú þarft bara að láta tannlækninn þinn vita af meðgöngunni og hann gerir ráðstafanir í samræmi við það. Nauðsynlegar aðgerðir eru gerðar á konum á meðgöngu með góðum árangri og án vandræða. Gangi þér vel.