Pakkalitur á meðgöngu fyrir augnbrúnir

02.03.2019

Sælar ljósmæður ég keypti mér pakkalit fyrir augnbrúnir í gær og ég las framan á hvort það væri óhætt á meðgöngu, ég fann ekki neinar athugasemdir. Er pottþétt í lagi að nota pakkalit til að lita á sér augnbrúnir meðan maður er óléttur? Ég er komin 21 viku.

Heil og sæl, hér á Íslandi hafa ekki verið gefnar út neinar viðvaranir gegn því að lita hár eða augabrúnir. Gangi þér vel.