Erlendis í hita

04.03.2019

Hæhæ ég er að fara erlendis í sól í 24 - 32 gráður og verð í rúmlega 2 vikur. Er e-h sérstakt sem þarf að varast? Þarf ég að nota sérstaka sólarvörn? Má fara í vatnsrennibrautir? Geri nú ráð fyrir því að það má ekki fara í nein skemmtitæki? ég verð komin 23 vikur þegar við fljúgum út. kv :)

Heil og sæl, þú þarft aðallega að hugsa um að drekka vel af vatni, bera á þig góða sólarvörn og hafa það sem best. Þú mátt fara í vatnsrennibraut og gera allt sem þú treystir þér til að gera. Það á alltaf vel við að hlusta á líkamann. Í fluginu er gott að hafa í huga að standa upp á klst. fresti og hreyfa sig aðeins. Drekka vel og vera í flugsokkum sérstaklega ef flugið er langt. Gangi þér vel og góða ferð.