Parkodin

06.03.2019

Sæl, takk fyrir góðan og flottan vef. Nú er staðan svona að ég hef verið að fá mikla samdrætti á meðgöngunni frá 29v. Suma mjög harða og reglulega, ég fékk sterana á viku 31 og dripp sem náðist að stoppa mig. En ég hef samt enn verið að fá samdrætti bara ekki eins harða. Ég er komin 34+4 í dag. Læknarnir ráðlögðu mér að taka parkodin sem ég hef verið að gera fyrst voru það 8 töflur á sólarhring en núna eru það 2 fyrir nóttuna. Síðan á föstudaginn hef ég fundið fyrir minni samdrættum og hef ekkert tekið lyfið en ég hef heldur ekkert sofið á nóttunni ég er ekkert verkjuð eða svoleiðis ég ligg bara andvaka. Í gærkvöld ákvað ég svo að taka tvær parkodin fyrir svefn og ég stein svaf í alla nótt.. Er ég orðin háð þessi lyfi? Ég er mjög hrædd við þetta.

Heil og sæl, þú ert nú kannski ekki háð lyfinu en það er rétt hjá þér að öll lyf ber að taka með varúð. Það er ekki óalgengt að vera andvaka og það getur alveg verið bara tilviljun. Ef þú þarft ekki á lyfinu að halda og ert verkjalaus þá ráðlegg ég þér að sleppa því að taka þau og reyna aðrar aðferðir eins og slökun, flóaða mjólk, gott og notalegt bað eða eitthvað sem þér finnst gott að gera og getur hjálpað til við svefn. Gangi þér vel.