Sykur í þvagi og sykursýki

13.09.2011

Hver eru tengslin á milli sykurs í þvagi og meðgöngusykursýki? Á fyrstu meðgöngu fékk ég slæma meðgöngusykursýki, en það sást aldrei sykur í þvagi. Á núverandi meðgöngu mælist hins vegar oft sykur í þvagi, en ég hef farið í tvö sykurþolspróf sem komu fullkomlega eðlileg út.


Komdu sæl.

Eins og þú hefur rekið þig á er ekki beint samband á milli sykurs í þvagi og sykursýki á meðgöngu.  Sykur í þvagi er mjög óáreiðanlegt mælitæki og ekki lengur talinn sem áhættuþáttur

 fyrir sykursýki á meðgöngu.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
13. september 2011.