vikulegar blæðingar

09.03.2019

hæ hæ langar að byrja á því að þakka fyrir frábæran vef sem ég nýtti mér mikið á meðgönguni. Nú eru komnir 13 mánuðir síðan ég eignaðist dóttir mína. Ég byrjaði á brjóstapilluni 4 mánuðum eftir fæðingu og fékk nokkrum sinnum smávægilegar milliblæðingar eftir það sem að kvennsjúkdómalæknirinn minn sagði að væri eðlilegt. En svo byrjaði á blæðingum um jólin og hef verið á blæðingum á um það bil viku fresti síðan þá í 7- 8 daga í einu. Hún var á brjósti þangað til fyrir viku síðan. Getur verið að hormóna ruglið sé bara að valda þessum tíðu blæðingum og þetta muni bara komast í eðlilegt horf fyrst að hún er hætt á brjósti núna eða er þetta eitthvað sem ég ætti að ræða við kvennsjúkdómalækninn minn? Bestu kv.

Heil og sæl, þér er alveg óhætt að bíða aðeins og sjá til hvort þetta jafnar sig ekki núna. Ef það gerir það ekki nú á næsta mánuði ráðlegg ég þér að ræða málið við kvensjúkdómalækni. Gangi þér vel.