Blæðingar eftir barnsburð ?

11.03.2019

Sælar. Ég eignaðist barn fyrir rúmum 8 vikum, og kláraðist úthreinsunin fyrir tæpum 2 vikum. En hvenær eiga blæðingar að eiga sér stað. Ég er ekki með hann á brjósti þar sem ég missti alla mjólk þegar hann var um tveggja vikna.

Heil og sæl, það er einstaklingsbundið hvenær blæðingar hefjast eftir fæðingu. Mér finnst ekki ólíklegt að það fari að styttast í blæðingar hjá þér þar sem þú ert ekki með á brjósti en þá byrja blæðingar oft seinna. Gangi þér vel.