Neyðarpillan og tíðahringur

16.03.2019

Hæhæ Vildi smá forvitnast. Ég tók neyðarpilluna 25 febrúar og svo aftur 10 mars. Ég vissi ekki að það mætti ekki taka hana tvisvar á sama tiðahring en er búin að vera lenda í endalausum milliblæðingum og veseni síðan ég tók hana í fyrsta skiptið. Og eftir að ég tók seinni þá er eins og hormónanir mínir séu í algjöri rugli og ég er einhvað svakalega viðkvæm. Er það eðlilegt?

Heil og sæl, já það getur alveg verið eðlilegt að hormónar þínir séu í ójafnvægi. Tíminn lagar það. Hér eru upplýsingar um lyfið. Gangi þér vel