Úthreinsun eða blæðingar?

19.03.2019

Hæhæ, ég eignaðist barn fyrir tæpum 9 vikum. Ég var að pæla í blæðingum.. ég þurfti að fara á blóðþynningarlyf sem var sprautað í magan á mér og var á því í 3 vikur eftir fæðingu, útaf lyfinu þá var úthreinsunin hjá mér eigilega bara ferskt blóð en það hætti svo eftir þessar 3 vikur. Uthreinsun hætti 5-6 vikum eftir fæðingu. síðan þá hef ég verið að fá inni á milli eins og smá uthreinsun sem er samt bara blóð og slím og er ekki stanslaust eða í einhverja þetta fer bara eftir að ég skeini mér en hefur svo komið aftur daginn eftir eða eftir einhverja daga. Eg hef verið með verki af og til í kviðinum eftir fæðingu sem ég hef ekki látið skoða og í rauninni ekkert pælt það mikið í en nú fór ég að hafa áhyggjur hvort það væri einhvað að hjá mér? Eða gætu þetta bara verið blæðingar að byrja? Ég vona að þið skiljið mig það er mjög erfitt að útskýra þetta. Barnið er btw á brjósti og drekkur stanslaust þannig þess vegna finnst mér svo skrítið að ég væri mögulega að byrja á blæðingum. Vonandi getið þið aðstoðað mig með þdtta þar sem ég er frekar feiminn og smeik við að fara til læknis.

Heil og sæl, ég ráðlegg þér að ræða málið við kvensjúkdómalækni sérstaklega þar sem þú hefur þessa óútskýrðu verki í kviðnum. Gangi þér vel.