Spurt og svarað

20. mars 2019

Fæðingarþunglyndi?

Ég eignaðist mitt annað barn fyrir 2 vikum fyrir á ég rúmlega 2 ára gamalt barn, strax eftir fæðingu fór mér að liða mjög illa. við þurfum að vera á vöku og ég lá inni á sængurlegu i 10 daga þar sem ég var alveg ein og í burtu frá eldra barninu mínu og kærasta. Ég fór að lesa mér til um sængurkvenna grátur og hélt ég væri með það en núna er barnið 2 mánaða og mér liður ennþá mjög illa. Ég las um daginn á Facebook hvernig fæðingarþunglyndi lýsir sér og mér leið bara eins og ég væri að lesa um sjálfan mig og fór þá að pæla í hvort ég væri kannski með fæðingarþunglyndi.. mér liður alveg hræðilega illa og mér finnst svo asnalegt að liða svona, mér finnst eins og ég ætti að vera ánægð með allt og að ég ætti að vera þakklát fyrir það að eiga 2 yndileg börn, Svo fæ ég alveg endalaut samviskubit yfir því að liða svona illa og mér finnst ég vera að bregðast börnunum mínum. Ég er að taka kvíða/þunglyndislyf (sertral) þar sem ég var mjög kvíðinn og þunglynd áður en ég varð ólétt. Ég veit ekkert hvert ég á að leita eða hvað ég get gert til að láta mér liða betur. Heimilislæknirinn minn er frekar ungur maður sem hefur ekki góðan skilning á þessu finnst mér þannig mer finnst ég ekki geta talað við hann um þetta (hef reynt að tala við hann um þetta) og ég á ekki efni á sálfræðingi þar sem ég er ung móðir með 2 börn og í skóla. Hvað get ég gert? Hvern get ég talað við? Ég er alveg týnd.

Heil og sæl, ég held að besta leiðin fyrir þig sé að fara í gegnum heilsugæsluna þó að þér finnist læknirinn ekki skilja þig. Það er mikið átak þar í gangi til að taka á þunglyndi og kvíða og þú ættir að athuga hvort þú gætir fengið tíma hjá sálfræðingi heilsugæslunnar. Einnig getur þú rætt málið við hjúkrunarfræðing til dæmis þá sem þú ert hjá í ungbarnaverndinni og beðið hana um að koma þínum málum í góðan farveg. Gangi þér vel. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.