Hegðun á brjósti

20.03.2019

Hæ! Takk kærlega fyrir góðan þráð! Strákurinn minn er orðinn 7vikna og er nýbyrjaður að haga sér undarlega á brjósti. Eftir smá stund á brjóstinu(hann lætur svona við þau bæði) þá fer hann að “gogga” í brjóstið að mér og spriklar. Hann gerir þetta nokkrum sinnum.Hann grætur ekki og þrýstir sér ekki af því, heldur frekar að. Hann er að þyngjast nóg og hefur ekki fengið ábót. Vonandi getið þið aðstoðað mig hvort þetta sé eitthvað tímabil eða eitthvað sem hægt væri að prufa! Bestu kveðjur, Mamman

Heil og sæl, ég reikna með því að þetta gangi yfir og ef hann þyngist vel og dafnar er ekki ástæða til að hafa áhyggjur. Gangi ykkur vel.