Spurt og svarað

20. mars 2019

Hegðun á brjósti

Hæ! Takk kærlega fyrir góðan þráð! Strákurinn minn er orðinn 7vikna og er nýbyrjaður að haga sér undarlega á brjósti. Eftir smá stund á brjóstinu(hann lætur svona við þau bæði) þá fer hann að “gogga” í brjóstið að mér og spriklar. Hann gerir þetta nokkrum sinnum.Hann grætur ekki og þrýstir sér ekki af því, heldur frekar að. Hann er að þyngjast nóg og hefur ekki fengið ábót. Vonandi getið þið aðstoðað mig hvort þetta sé eitthvað tímabil eða eitthvað sem hægt væri að prufa! Bestu kveðjur, Mamman

Heil og sæl, ég reikna með því að þetta gangi yfir og ef hann þyngist vel og dafnar er ekki ástæða til að hafa áhyggjur. Gangi ykkur vel. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.