Stoðmjólk

20.03.2019

Hæhæ langar að forvitnast hjá ykkur. Er í lagi að hætta með 9 mánaða gamalt barn á stoðmjólk og fá nýmjólk í staðin?

Heil og sæl, það er ráðlagt að hafa börn á stoðmjólk til tveggja ára aldurs. Stoðmjólkin er járnbætt og hefur það umfram nýmjólkina. Að auki er í henni C vitamín sem auðveldar upptöku járns. Auk þess er stoðmjólkin með lægra prótein innihald heldur en nýmjólk og er nær brjóstamjólk í samsetningu heldur en venjuleg kúamjólk. Gangi þér vel.