Til að auka líkur á getnaði

24.03.2019

Góða kvöldið. Nú eru við maðurinn minn að reyna geta barn. Pælingin hjá mér eða okkur er sú að eykur það líkurnar á getnaði ef sæðið fær að liggja inni framm á næsta morgun? Ef við gerum það um kvöld, myndi það þá auka líkurnar ef eg myndi ekki þrifa það af? Eg lá alveg i örugglega korter og fór svo og skolaði. Og er óholt fyrir flóruna í mér að hafa sæðið lengi? Afsakið ef þetta eru asnalegar spurningar.

Heil og sæl, ég veit ekki hvort þetta er vísindalega rannsakað en ég mundi segja að það væru auknar líkur ef sæðið fær að vera í friði en er ekki þvegið af. Þín flóra á alveg að þola það. Gangi ykkur vel.