Eyrnabólga og útisvefn

24.03.2019

Ég er með 4 mánaða strák sem sefur úti á daginn sirka 3 klst lúra. Ég hef tekið eftir því að hann er stundum stíflaður í nefinu en hann er ekki með kvef einkenni. ég tengi þetta við slím myndun vegna útiverunnar. Hitastigið í vagninum fer aldrei undir 10 gráður. Ég er að velta fyrir mér hvort hann er líklegri að fá eyrnabólgu útaf þessu? Er kannski ekkert hollt fyrir börn að sofa úti?

Heil og sæl, ég vei ekki til þess að útisvefn hafi verið rannsakaður sérstaklega né áhrif hans. Hins vegar hefur útiloft verið talið allra meina bót gegnum tíðina. Stíflað nef getur hugsanlega stuðlað að eyrnabólgu en oftast nær þarf að fylgja kvef líka. Ef hann sefur vel úti og er ánægður með þetta þá getur þú haldið þessu áfram. Gangi þér vel.