Neikvætt þungunarpróf - Engar blæðingar

01.04.2019

Hæ, ég hef alltaf verið með reglulegan tíðahring sem er 28 dagar og eina skiptið sem ég hef farið framyfir blæðingar það var þegar ég varð ólétt á seinasta ári (ég missti hinsvegar fóstrið á 8. viku). Núna í dag er ég komin 2 daga framyfir blæðingarnar, tók ég nokkur óléttupróf og þau öll neikvæð. Fékk síðan 5 dögum fyrir áætlaðan blæðingadag smá "spotting" sem hefur aldrei komið fyrir mig og líður mér eins og ég sé ekkert að fara að byrja á blæðingum á næstunni. Hvað er í gangi hjá mér?

Heil og sæl, ég ráðlegg þér að bíða bara róleg og sjá hvað setur. Blæðingarnar geta verið með seinna móti. Ef engar blæðingar gera vart við sig og þungunarpróf er neikvætt getur þú rætt málið við kvensjúkdómalækni. Gangi þér vel.