Gular hægðir/niðurgangur

04.04.2019

Ég ætla að afsaka of miklar upplýsingar en ég verð að fá að spyrja af þessu til öryggis. Ég er gengin 5 vikur og 4 daga og er búin að vera með mjög linar hægðir/ niðurgang af og til yfir daginn. Það sem ég hef mest áhyggjur af er að hægðirnar mínar eru gular (ljós/skærgult) og er þetta búið að var í 5 daga. Ég hef áður verið ólétt og sú meðganga endaði á 9 viku en þá var ég líka svona á 5-7 viku. Mataræðið mitt hefur ekki breyst nema þá að ég tek 2000 einingar af d vítamíni vegna skorts og svo fólinsýru og byrjaði ég að taka það inn fyrir viku síðan. Er þetta eitthvað sem ég ætti að hafa áhyggjur af og leita mér til læknis?

Heil og sæl, þetta getum við ekki séð að tengist. Það er ekki ástæða til að hafa áhyggjur. Gangi þér vel.