Blöðrubólga a meðgöngu

07.04.2019

Sælar Ég hef alltaf verið að berjast við blöðrubólgu síðan ég var unglingur. Núna hef ég fengið blöðrubólgu þrisvar síðan ég var ólétt og ég er komin 26 vikur. Óvenjumikið samt miðað við síðustu ár. Er e-h hægt að gera til að koma í veg fyrir að þetta gerist ítrekað? Ég tók tvöfaldan skammt með sýklalyf í seinustu viku. Kv.

Heil og sæl, það getur verið gott ráð að drekka mikið og gjarnan sykurlausan trönuberjasafa þar sem hann er svo súr. Einnig eru önnur húsráð sem ég er viss um að þú kannt nú þegar þar sem þú hefur barist við blöðrubólgu lengi. Til dæmis að skeina afturábak í átt að baki en ekki framávið. Sumir eru mjög viðkvæmir fyrir blöðrubólgu og fá hana þó að allt sé gert "rétt". Þá er mikilvægt að þekkja vel einkennin og bregðast strax við. Gangi þér vel.