Brjósta verkir

11.04.2019

Er með viku gamalt barn og hún er dugleg að drekka, mjólkin kom frekar snemma hjá mér og mér hefur liðið eins og ég sé að springa frá því hún var 2-3 daga gömul. Byrjaði á að vera bara aum í geivörtunum og fékk smá sár, en hún tekur brjóstin samt alveg rétt. Fékk stálma (að ég held) þegar mjólkin var að koma og var öll frekar þrútin og aum. En núna er barnið viku gamalt, og annað brjóstið sérstaklega er alltaf svo hart og aumt, þó hún drekki úr því er það samt aumt og hart á eftir, finnst ég líka finna meiri hnúða í því en hinu. Það má varla koma við brjóstin á mér án þess að ég finni til, og ofan á það eru geirvörturnar enþá aumar, þó þessi litlu sár séu gróin eða að gróa og bara virkilega vont að leggja hana á brjóst, en lagast samt þegar hún er byrjuð að drekka og finn ekki til á meðan. Barnið er að drekka í 20-40 minutur í einu og á 2-3 tíma fresti. Ég hef ekki fengið hita og ekki rauð á brjóstunum, smá heitt að koma við þau reyndar. Ætli þetta sé byrjun á eða komnar stíflur? Hvað er hægt að gera í því annað en að nudda í heitri sturtu og láta drekka reglulega? Á eina mjög góða brjóstagjöf að baki sem byrjaði líka með aumum geirvörtum sem var fljótt að jafna sig, en var ekki svona rosalrga augunum brjóstum sjálfum þá svo þetta er að byrja mun verr.

Heil og sæl,ég ráðlegg þér að fara í skoðun með brjóstin á þér. Þessi einkenni geta vel verið byrjun á stíflu. Þú getur hringt í Landsptíalann 5431000 og fengið að tala við ljósmóður sem er með bráðasíma kvennadeildar, eða haft samband við ljósmóður á heilsugæslustöðinni þinni. Gangi þér vel.