Ólétta og hreyfing

11.04.2019

Góða kvöldið Nú var ég að spá, nú var eg að komast að því qð ég er ólett og bara komin um 6 vikur. Ég hef verið mjög dugleg í ræktinni undanfarna 4 mánuði og hef misst 1/4 af líkamsþyngdinni. En spurningin er með zumba sem ég hef mjög svo gaman að. Má ég alveg hoppa og skoppa svona eins og ég gerði aður? Finnst eg ekkert fá út út þessum tímum ef ég hoppa ekki eins og á að gera og þá nenni ég þessu ekki. Vil ekki hætta að hreyfa mig en hef ekki gaman af þessu ef eg svitna ekki. Kveðja ein ekki nógu reynd í svona málum.

Heil og sæl, endilega haltu áfram í leikfiminni eins og þú vilt. Það verður þó alltaf að hlusta vel á líkamann. Gangi þér vel.