Samdrættir

14.04.2019

Hæ ég hef svolitlar áhyggjur af samdráttum sem ég er að fá, ég er á 13 viku. Var vön að fá væga turverkir en núna er eins og legið sé að harna. Er þetta eðlilegt?

Heil og sæl, það koma samdrættir í legið af og til alla meðgönguna og það er eðlilegt. Það er erfitt að meta hvort þetta er meira en eðlilegt af upplýsingunum sem þú geftur. Ég ráðlegg þér að ræða málið við ljósmóðurina þína í meðgönguverndinni, hún getur betur metið þig. Gangi þér vel.