Magakveisa?

15.04.2019

Sælar, og takk fyrir frábæran vef. Mig langar að forvitnast varðandi magakveisu nýburans/ungabarns. -Hvenær hættir það oftast? Barnið mitt er búið að vera órólegt alltaf á næturnar frá 4-6(bara þessi tími og alltaf á þessum tíma) Hann er orðinn 11 vikna. Þegar hann vaknar þá herpist hann allur saman, prumpar rosa mikið, og mikið hljóð í maganum hans(gaul) -Við erum búin að prufa Skírnir,Gripe Water, Bowen og reynt að ropa eins oft og við getum eftir gjöf. BK, SH

Heil og sæl, yfirleitt er þessi klassíska ungbarnakveisa gengin yfir eða amk. orðin miklu betri um 12 vikna aldur svo þetta ætti að vera að fara að styttast hjá ykkur. Ef hann verður ekki orðinn miklu skárri á næstu tveimur vikum circa þá ráðlegg ég þér að ræða málið við ungbarnaverndina. Gangi ykkur vel.