Gubb og pirringur á brjósti

18.04.2019

Hæhæ! Tvær spurningar : Eg er með eina 5 vikna sem er á brjósti. En núna undanfarið hefur hún verið mjög oróleg á brjósti. Finnst eins og það byrji þegar líður á gjöfina og grunar að það sé þegar það tekur meira á að sjúga (rjóman hugsanlega). Er eitthvað annað en þolinmæði sem gæti hjálpað? Einnig finnst mér hún vera að gubba mikið eftir gjafir en ég passa að hún ropi alltaf sem hún gerir og svo kemur alltaf ágætlega mikið gubb. Hún hefur þyngst vel, alveg 300 g á viku en hefur ekki verið mæld í viku núna og fer næst í 6 vikna skoðun. Ætti eg að bíða fram i 6 vikna skoðun eða tala við hjúkkuna? Takk fyrir góðan vef.

Heil og sæl, hún gubbar væntanlega þar sem hún fær mikið að borða, 300 gr. þyngdaraukning á viku er frekar mikið. Ég tel að þú eigir að vera róleg og sjá til hvað gerist með brjóstið, hvort þessi óróleiki gengur ekki bara yfir. Ef þetta er ekki gengið yfir þegar þið farið í sex vikna skoðun ráðlegg ég þér að ræða málið þá við ungbarnaverndina. Gangi ykkur vel.