Melatonin

18.04.2019

hæhæ, ég á 5 mánaða stelpu sem er á brjósti og hef leyft henni að sofa uppí frá fæðingu en núna er hun byrjuð að sparka svo mikið að hún sefur í sínu rúmi og það gengur mjög vel og hefur síðustu 2 vikur . Aftur á móti er ég komin í eitthvað rugl a næturnar eftir að hún byrjaði að sofa sjálf, sef illa og er stanslaust að hrökkva upp i panikki og leita að einhverju undir kærastanum mínum. má ég taka melatonin með barn a brjósti og vitiði afhverju ég er að láta svona? kærar kveðjur

Heil og sæl, það er ekki mælt með því að taka melatonin á meðan brjóstagjöf stendur. Ástæðan er meðal annars sú að melatonin fer í mjólkina og getur truflað svefnmynstur barnsins, ruglað eðlilegar dægursveiflur. Af hverju þú bregst svona við veit ég ekki nema að hugsanlega er einhver undirliggjandi kvíði sem brýst svona út þegar barnið er ekki alveg hjá þér. Sjáðu til hvort þetta gengur ekki yfir af sjálfu sér þegar þú verður búin að aðlagst því að barnið sé ekki uppvið þig. Gangi ykkur vel.