Þrýstingur í lok meðgöngu

25.04.2019

Hæ hæ, Er gengin rúmlega 35v með annað barn. Barnið er búið að skorða sig og síðan það gerðist( fyrir um það bil 3 vikum síðan ) hef ég verið með mikinn þrýsting niður í klof sem eykst bara með tímanum. Ég er orðin svo slæm núna að ég á erfitt með að standa og sinna eldri syni mínum. Er þetta alveg eðlilegt? Ef svo er, er eitthvað sem ég get gert til að gera seinustu vikurnar bærilegri?

Heil og sæl, það eru margar konur sem finna fyrir miklum þrýtstingi. Stundum breytir barnið um stöðu og þá er möguleiki að það dragi úr þrýstingi. Þú getur líka farið niður á fjóra fætur og lagst niður á olnbogana með rassinn upp í loft og það dugar stundum til að draga úr þessari miklu þrýstingstilfinningu. Gangi þér vel.