Blæðingar eftir meðgöngu

29.04.2019

Komiði sælar, Ég á 12 vikna strák en ég byrjaði á blæðingum, og það mjög miklum, núna fyrir tveimur dögum síðan. Hann er eingöngu á brjósti og hefur enga ábót fengið. Er þetta eðlilegt eða gæti verið um annars konar blæðingu að ræða en tíðablæðingar?

Heil og sæl, já þetta getur verið algjörlega eðlilegt. Það er mjög einstaklingsbundið hvenær konur byrja á blæðingum þó að þær séu með fulla brjóstagjöf. Gangi þér vel.