Spurt og svarað

01. maí 2019

Magaermi og brjóstagjöf

Hæ! og takk fyrir frábæran vef! Nú á ég eina 5 mánaða gamla stelpu sem er farin að fá graut 2x á dag. En það eru 2 mánuðir í að ég fari í magaermisaðgerð. Spurningin mín er sú hvort að ég ætti að hætta með stelpuna á brjósti og fara að gefa henni bara pela og fasta fæðu, eða hvort að það sé möguleiki að halda brjóstagjöfinni áfram eftir aðgerð. Nú er mælt með að gefa ekki brjóst 1-2 vikum eftir aðgerð á meðan öll lyf eru að fara úr líkamanum, og þá þyrfti ég að pumpa mig á meðan til að viðhalda framleiðslu. Ég finn ekki neinar rannsóknir sem sýna hvort að ég muni geta haldið brjóstamjólkurframmleiðslu uppi eftir svona aðgerð, þar sem ég mun innbyrða mat í svo miklu miklu minni mæli. Ég finn bara hvernigi upplýsingar um þetta og veit eiginlega ekki alveg hvernig ég á að snúa mér í þessu og því ákvað ég að leita hingað í von um að þið væruð kannski með einhver svör. Fyrirfram þakkir.

Heil og sæl, ég verð að viðurkenna að við höfum ekki fengið fyrirspurn af þessu tagi fyrr en getum þó sagt að margar konur halda brjóstagjöf áfram með ágætum árangri eftir aðgerðir. Þó að þú munir borða lítið þá á það ekki að koma að sök. Það sem skiptir etv. meira máli er að þér líði vel og sért róleg, vel úthvíld og upplögð. Ef þið mæðgurnar viljið halda brjóstagjöfinni áfram þá getur það með alúð og pumpun eftir þörfum gengið vel.  Gangi ykkur vel. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.