Sein á blæðingar og neikvætt óléttupróf

05.05.2019

Góðan daginn og takk fyrir frábæran vef. Þannig er mál með vexti að ég og kærastinn minn erum að reyna að eignast barn en nú er staðan þannig að ég er viku of sein á blæðingar, hef tekið tvö óléttupróf sem bæði eru neikvæð og geri þess vegna ráð fyrir því að hafa ekki orðið ófrísk í þessum tíðahring. Ef það koma engar blæðingar í þessum tíðahring, eins og stundum gerist, er þá möguleiki á að það komi egglos og ég geti orðið ólétt í þeim næsta þó svo engar blæðingar hafi komið á milli?

Heil og sæl, já það er alveg mögulegt. Gangi ykkur vel.