Fat burner og pre workout með 17 mánaða á brjósti

07.05.2019

Sæl, Ég var að pæla hvort það væri í góðu að taka fatburner og drekka pre workout þegar ég er ennþá með 17 mánaða stelpuna mína á brjósti? Hún er voða lítið að drekka úr brjóstinu heldur meira bara að nota mig sem snuð og huggun en auðvitað kemur einhver mjólk með þó að hún sé ekki mikil. Hún fær yfirleitt bara brjóstin á kvöldin fyrir svefn og eftir að hún kemur heim frá dagmömmunni ef hún er eitthvað lítil í sér. Hún fær samt brjóstin hvenær sem hún vill þegar hún er veik. Hún fær líka eitthvað á nóttunni en ég er að reyna að hætta að leyfa henni það þar sem það er að hafa áhrif á svefninn minn og hún er líka þá bara að nota mig sem snuð. Ég ætlaði í leiðinni að spurja hvort það sé í góðu að drekka orkudrykki núna?

Heil og sæl, nei það er ekki mælt með því að drekka orkudrykki. Framleiðendur taka flestir sjálfir fram að neysla orkudrykkja er ekki æskileg hvorki á meðgöngu né í brjóstagjöf. Gangi þér vel.