járn

07.05.2019

Sæl veriði ég er með eina spurningu í sambandi við járn. Þar sem ég er bæði að reyna að verða ólétt aftur og er líka alltaf lág í járni eða S-Ferritin. Eftir aðgerð þegar ég var 8 ára og var tekið partur af görnum/þörmum:/ sem vinnur járn úr fæðunni. Á barn fyrir og var mjög járnlítið á þeirri meðgöngu. Var bara að velta því fyrir mér Hvað þið gætuð mælt með. Mældist 10 S-Ferritin í sept 2018 og var á járnsprautum í 5 mánuði og hækkaði uppí 37 S-Ferritin í janúar 2019.

Heil og sæl, ég ráðlegg þér að ræða málið við heimilslækninn þinn. Hugsanlega þarf að leggja upp eitthvað plan fyrir þig til að grípa inn í snemma þegar þú verður ófrísk. Gangi þér vel.