Elduð egg - hversu mikið elduð

09.05.2019

Sælar og takk fyrir frábæran vef. Ég var að velta fyrir mér varðandi egg, hversu vel elduð þau þurfa að vera. Ég elska egg en vil alls ekki ofelduð egg. Finnst best að hafa þau létt steikt þegar þau eru þeytt og með lekandi rauðu ef þau eru steikt. Er það í lagi?

Heil og sæl, það þarf að tryggja að eggið hitni alveg í gegn og nái um 70 gráðu hita. Gangi þér vel.