Sykurþolspróf

30.04.2012

Hæhæ.

Núna er ég að fara í sykurþolspróf í vikunni og ég var að spá, er maður eitthvað lúinn eftir þetta próf? Hef heyrt að sumar séu þreyttar eftir þetta. Er að spá með vinnuna hvort ég eigi að fá frí þennan dag alveg eða hvort maður sé bara hress.


Sæl.

Sykurþolsprófið fer þannig fram að þú mætir kl. 8:00 og þá er tekin blóðprufa hjá þér.  Eftir það drekkur þú þennan fína sykurdrykk og bíður í klukkutíma en þá er aftur tekin blóðprufa.  Eftir það bíður þú aftur í klukkutíma og þá er þriðja blóðprufan tekin.  Gott er að hafa með sér bók að lesa.  Þú ættir því ekki að vera þreytt eftir þetta.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsóttir. 
Ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
30. apríl 2012.