Ungabörn og lasin eldri systkini

09.05.2019

Sæl, Ég er nú að fara eiga bara á næstunni (komin 40 vikur) en hef smá áhyggjur. Ég á tvö eldri börn (2 og 6 ára) og eru þau bæði orðin lasin. Yngri er komin með mikið nefrennsli, hóstar og nokkrar kommur. Sá eldri sýnist mér sé að verða slappur líka. Er eitthvað sem ég þarf að hafa í huga þegar litla krílið kemur? Ég er hrædd að þau munu smita litla systkini sitt. 

Heil og sæl, það er alltaf erfitt að halda heimili pestarfríu þegar leikskólabörn eru á heimilinu. Það eina í stöðunni er að reyna að forðast að börnin sem eru lasin andi á nýburann og svo er handþvottur nauðsyn. Þvo hendur vel áður en nýburanum er sinnt. Ef til vill er hugsanlegt að foreldrar skipti með sér verkum, móðirin hugsar um nýburann og makinn um veiku börnin. Gangi ykkur  vel.